Óskað er eftir tilnefningum fyrir Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2022.

Samfélagsverðlaun Skagafjarðar eru veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag.

Samfélagsverðlaun Skagafjarðar voru veitt í fyrsta sinn árið 2016 og verða veitt í sjöunda sinn á setningu Sæluviku þann 24. apríl.

Frestur til að senda inn tilnefningar er 10. apríl nk.

Tilnefningar má senda inn með því að fylla út rafrænt skjal en einnig er í boði að senda tilnefningar á netfangið heba@skagafjordur.is eða skila inn skriflega í afgreiðslu Ráðhússins á Sauðárkróki.