Knattspyrnudeild Tindastóls hefur ráðið hina sænsku Johönnu Henriksson sem þjálfara hjá Tindastóli. Hún er fædd árið 1994 Johanna og mun sjá um markmannsþjálfun ásamt því að vera aðalþjálfari 3. flokks kvenna og 2. flokks kvenna. Johanna verður líka hluti af þjálfarateymi meistaraflokks kvenna og karla sem markmannsþjálfari.

Johanna var áður markmaður á Íslandi hjá Þór/KA, Fram og Hömrunum, en alls á hún 32 leiki á Íslandi. Hún lék síðast með Fram í 2. deild kvenna árið 2020.