Börnum var skipað að sitja á gólfi rútu Sterna á leiðinni frá Blönduósi til Reykjavíkur, þar sem bílstjórinn yfirfyllti rútuna af farþegum. Bílstjórinn brúkaði munn við þá sem mótmælti. Fyrirtækið Sterna hefur beðist velvirðingar á atvikinu. Að auki voru fleiri en tveir látnir sitja í sumum sætum og samnýta öryggisbelti.
Foreldrar barnanna eru mjög ósáttir vegna framferðis rútubílstjóra sem braut reglur fyrirtækisins sem og umferðarlög. Umrætt atvik átti sér stað fyrir tæpum tveimur vikum.
Nánari viðtöl við foreldra má lesa á vef Pressunnar hér.
Nýlega voru undirritaðir samningar við Sterna um akstur á leiðum til Sauðárkróks, Siglufjarðar og víðar. Enga afsökunarbeiðni er að finna á vef fyrirtækisins.