Rúmlega 400 covid smit hafa greinst síðustu daga og liggja nú 44 á sjúkrahúsi og 3 á gjörgæslu með covid.

Þann 27. júní greindust 421 með covid, 439 greindust 28. júní, 473 greindust 29. júní og 373 þann 30. júní.

Er þetta mestur fjöldi síðan 28. mars þegar 673 greindust með covid. Allir eru nú að greinast með eitthvað afbrigði af Omicron (BA.2, BA.4, BA.5).