Raffó ehf á Siglufirði bauð lægst í 1. áfanga í útskipti á ljóskerum og stólpum vegna götulýsingar í Fjallabyggð. Tvö tilboð bárust þegar Fjallabyggð auglýsti eftir tilboðum í verkið og voru tilboð opnuð 20. maí síðastliðinn.

Raffó bauð rúmlega 21,2 milljónir og Ingvi Óskarsson ehf bauð rúmlega 28,1 milljón, en kostnaðaráætlun var rúmar 20,4 milljónir. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að taka tilboði Raffó ehf.  Fyrirtækið Raffó var stofnað árið 2008, eftir að fyrirtækið Rafbær lagðist af.

Eftirfarandi tilboð bárust:

Ingvi Óskarsson ehf 28.105.600
Raffó ehf 21.255.984
Kostnaðaráætlun 20.434.000.