Síldarminjasafnið á Siglufirði hefur ráðið Ingu Waage í starf sérfræðings varðveislu og miðlunar úr hópi átta umsækjenda.  Inga Þórunn er með BA gráðu í ensku frá Háskóla Íslands, MA gráðu í bókmenntum, menningu og miðlun frá Humboldt-Universität í Berlín og hefur lagt stund á doktorsnám í enskum bókmenntum frá árinu 2016 og er jafnframt með diplómu í ljósmyndun frá ICPP í Melbourne í Ástralíu. Hún er fædd árið 1984 og hefur verið búsett í Þýskalandi en er fædd í Reykjavík. Frá þessu er greint á vef Síldarminjasafnsins.

Inga Þórunn hefur störf um miðjan október á safninu.