Það verður fjölbreytt dagskrá í Alþýðuhúsinu á Siglufirði um páskana. Á Föstudaginn langa (19. apríl) opnar Unnar Örn J. Auðarson sýningu í Kompunni og sama dag verður gjörningadagskrá eins og undanfarin sex ár. Þeir listamenn sem koma fram með gjörninga eru Ásdís Sif Gunnarsdottir, Styrmir Örn Guðmundsson, Aðalsteinn Þórsson, og Katrín Inga Jónsdóttir. Laugardaginn 20. apríl verða tónleikar þar sem ung tónskáld koma fram. Þórir Hermann Óskarsson píanó og Daníel Sigurðsson trompet flytja verk eftir Þóri, og eftir hlé flytur Daníel Helgason gítar ein verk en hann er nýkjörinn bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaununum.