Framkvæmdir ganga vel í Pálshúsi í Ólafsfirði en þessa dagana er verið að klæða húsið að utan. Neðri hæð safnsins verður opnuð laugardaginn 30. maí og verður opið frá kl. 13-17 alla daga í sumar. Þá opnar einnig Árni Rúnar Sverrisson myndlistarsýningu í sýningarsalnum. Stefnt er að því að opna efri hæð hússins, Ólafsfjarðarstofu, laugardaginn 1. ágúst. Þar opna Sigtryggur Baldvinsson og Tinna Gunnarsdóttir sýningu í sýningarsalnum.

Einnig stefnt að því að halda uppá 75 ára afmæli Ólafsfjarðarkaupstaðar með uppákomum og útiveislu síðar í sumar ef aðstæður leyfa.

Myndir: Héðinsfjörður.is/Magnús Rúnar Magnússon
Myndir: Héðinsfjörður.is/Magnús Rúnar Magnússon
Mynd frá Björn Þór Ólafsson.
Mynd: Björn Þ. Ólafsson