Sveitarfélagið Skagafjörður hefur óskað eftir tilboðum í verkið Leikskóli á Hofsósi –  Viðbygging GAV – Útboð 2019.  Um er að ræða viðbyggingu við grunnskólann á Hofsósi, sem mun hýsa starfsemi leikskólans á staðnum, stærð um 206 m2.

Í verkinu felst uppsteypa og fullnaðarfrágangur byggingarinnar.
Um er að ræða steypt hús á einni hæð með flötu þaki, einangrað að utan og klætt með lituðu áli, gluggar og hurðir eru úr áli.

Lóðarfrágangur er ekki innifalinn í verkinu.

Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með föstudeginum 8. nóvember. Óska skal eftir útboðsgögnum í tölvupósti á netfangið atli@stodehf.is.

Opnunartími tilboða er 5. desember.