Vegna aukinna umsvifa Flugakademíu Keilis í Skagafirði, verður opinn kynningarfundur á atvinnuflugmannsnámi á Alexandersflugvelli á Sauðárkróki, fimmtudaginn 7. mars kl. 12 – 13. Þá verður einnig skrifað undir samstarfssamning við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra vegna flugnema skólans.

Kjörið tækifæri fyrir áhugasama að kynna sér flugnám í fremstu röð í einum stærsta flugskóla Norðurlanda. Þá verður möguleiki á að skoða flugvélakost skólans. Allir velkomnir.