Það verður líf og fjör á skíðasvæði Tindastóls um páskahelgina og fjölbreytt dagskrá í boði. Þar verður meðal annars farið í paint ball, þrautabrautir á brettum og snjóþotu- og  sleðarall. Grillað verður að hætti Skagfirðinga og músík í fjallinu.

Dagskráin um páskahelgina:

Miðvikudagur 4. apríl

  • Kl. 12:00 -19:00 Skíðasvæðið í Tindastól opið.
  •                   Troðin göngubraut.

Skírdagur 5. apríl

  • Kl. 10:00 -16:00 Skíðasvæðið í Tindastóli opið.
  • Kl. 14:00              Troðin göngubraut,  Skíðagöngutrimm.

Föstudagurinn langi 6. apríl

  • Kl. 10:00 – 16:00 Opið á skíðasvæðinu fyrir gesti og skíðagangandi.
  •                                Troðin göngubraut fyrir skíðagangandi fólk.
  • kl. 12:00-14:00 Paint ball skotið í mark, ath. 1000 kr. 100 skot
  • Kl. 12:00                 Grillað að hætti Skagfirðinga.
  • Kl. 13:00 – 15:00  Músík í fjallinu.

Laugardagur 7. apríl

  • Kl. 10:00 – 16:00 Opið á skíðasvæðinu í Tindastóli – Músík í fjallinu.
  •                             Troðin göngubraut.
  • kl.12:00 -14:00 Paint ball skotið í mark, ath 1000kr. fyrir 100 skot.
  • kl. 13:00 -15:00 Þrautabraut á brettum.

Páskadagur 8. apríl

  • kl. 10:00 -16:00 Opið á skíðasvæðinu.
  •                      Troðin göngubraut bara fyrir alla.
  •                    Mætum í eftirtektarverðum fötum
  • kl. 12.00     Paint ball skotið í mark, ath. 1000 kr. fyrir 100 skot.
  • kl. 13.00     Þrautabraut fyrir 8 ára og yngri allir fá páskaegg að loknum tveim   ferðum.
  • kl. 13.00     Hæfnisbraut á brettum páskaegg í verðlaun, mikið hlegið.
  • Kl. 14:00     Snjóþotu- og sleðarall – Músík í fjallinu.

Annar í páskum 9. apríl

  • Kl. 10:00 – 16:00 Opið á skíðasvæðinu. Troðin göngubraut fyrir alla bæði langa og mjóa.