Kvenfélag Sauðárkróks hefur opið hús í Borgartúni 2 (Skátaheimilinu) miðvikudaginn 29. febrúar frá kl. 17:00 til 21:00.
Hugmyndin er að þangað geti komið konur og karlar og fengið hjálp við að setja í rennilása, stytta pils og buxur, fatabreytingar, prjóna sokkahæla og annað í þeim dúr.
Hjálpar þá hver öðrum eftir kunnáttu og getu.

  • Verkfæri á staðnum.
  • Allir velKomnir.
  • Heitt verður á könnunni og hægt að fá kaffi og vöfflur gegn vægu gjaldi.