Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði opnar kl. 10:00 í dag og er opið til kl. 16:00. Snjóað hefur u.þ.b. 5-10 cm í nótt og verða fjórar lyftur opnar og átta skíðaleiðir. Göngubraut er tilbúin á Hólssvæðinu. Einnig er gott færi utanbrautar á Bungusvæði samkvæmt tilkynningu frá umsjónarmönnum svæðisins.