Stærsta mót frá upphafi blaks á Íslandi verður haldið um helgina á Siglufirði, Ólafsfirði og á Dalvík. Trölli 2012 – Öldungamót BLÍ. Alls taka 142 lið þátt í mótinu og hefur þeim fjölgað um 17 á milli ára.Sauðárkrókur

Öldungamótið fer að þessu sinni fram á Tröllaskaga, nánar tiltekið á Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík. Alls verður leikið á 9 völlum samtímis frá laugardagsmorgni kl. 08.00 fram á miðjan dag á mánudag. Reiknað er með allt að 1200 keppendum á Trölla 2012 og er góð dagskrá um á kvöldin í boði fyrir keppendur og aðra.