Ólafsfjarðarmúli er nú opinn og var hættustigi aflýst kl. 14:30 en óvissustig áfram í gildi. Búast má við að vegurinn loki kl 22.00 í kvöld samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Siglufjarðarvegur frá Hofsósi til Siglufjarðar er lokaður. Öxnadalsheiði er enn lokuð en mokstur í gangi en ekki vitað hvort tekst að opna í kvöld.