Óður til Bellini

Sunnudaginn 10. febrúar gefst unnendum söngs og klassískrar tónlistar tækifæri til að njóta óperusýningar í Hofi þegar fluttir verða valdir þættir úr þekktustu óperum ítalska tónskáldsins Vincenzos Bellinis. Þessar óperur hafa orð á sér fyrir að vera glæsilegar, aðgengilegar og auðskiljanlegar. Óperurnar fjalla um ungar ástir, afbrýði, svik og pretti þar sem allt fer vel að lokum og elskendur ná að eigast. Margir leggja hönd á plóginn svo af þessari metnaðarfullu uppsetningu verði. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, klassísk söngdeild Tónlistarskólans á Akureyri og óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz sameina krafta sína en æfingar hafa nú staðið yfir í nokkurn tíma.

Powered by WPeMatico