Sýslumanni á Blönduósi hefur verið falið að gegna einnig embætti sýslumanns á Sauðárkróki frá 1. febrúar næstkomandi til 31. janúar 2014.  Sýslumanni á Sauðárkróki hefur verið veitt lausn frá 1. febrúar fyrir aldurs sakir.

Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur óskað eftir fundi með innanríkisráðherra vegna þessa. Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs, segir mikla óánægju með þessa ákvörðun ráðuneytisins.  sem sé ekki í samræmi við það sem Skagfirðingar vonuðust til. Fyrir Alþingi liggja nú lagafrumvörp sem miða að því að umdæmum sýslumanna verði fækkað.

Heimild: ruv.is