Torgið Restaurant á Siglufirði hefur kynnt nýjan og spennandi matseðil. Heimagerðar fiskibollur eru meðal rétta sem eru nýjir á seðlinum hjá Torginu. Að vanda er hægt að fá frábærar pizzur og hamborgara auk barnamateðils. Opið er í hádeginu á virkum dögum og er þá boðið upp á hádegishlaðborð, á kvöldin frá kl. 17-21 og þá er pantað af mateðli. Um helgar opnar á hádegi og er opið fram á kvöld. Nýjan matseðil má finna á vef Torgsins.