Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að ráða Guðrúnu Sif Guðbrandsdóttur í nýtt starf deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar Fjallabyggðar. Fimm aðilar sóttu um starfið og voru fjórir boðaðir í viðtöl. Guðrún Sif starfaði áður sem þjónustustjóri hjá Sparisjóði Siglufjarðar og síðar Arion banka.