Ungmennafélagið Vísir hyggst koma upp söguskilti við nýjan áningastað úti á Kambi í Ólafsfirði, austan fiskihjallanna. Hugmyndin er að setja upp skilti með upplýsingum um Kleifar, Múlann og landnámsmanninn Gunnólf gamla. Ungmennafélagið myndi sjá um kostnað við gerð skilta og uppsetningu, en Fjallabyggð sér um undirbúning svæðisins og staðsetningu.