Nýtt Síldarævintýri á Siglufirði var haldið á síðasta ári um verslunarmannahelgina. Nú var það hópur fárra manna sem tók sig saman og settu upp nýja útgáfu af bæjarhátíð sem haldin var á Siglufirði. Hátíðin tókst gríðarlega vel og var hugsuð fyrst og fremst fyrir heimamenn og gesti. Undirbúningur fyrir næsta Síldarævintýri er þegar hafinn og hefur stýrihópur hafið skipulagningu hátíðarinnar.

Síldarævintýrið verður haldið með stuðningi fyrirtækja og styrktaraðila líkt og í fyrra. Haldnar verða götugrillveislur, hverfin verða skreytt og smærri viðburðir víða um bæinn.