Splunkuný íslensk spennumynd, FROST, verður sýnd í Króksbíó mánudaginn 10. september kl. 20:00. FROST fjallar um ungt par, Öglu, sem er jöklafræðingur, og Gunnar, kvikmyndagerðarmann, sem koma að mannlausum rannsóknarbúðum á hálendi Íslands. Leiðangursmenn virðast hafa horfið á dularfullan hátt og Agla og Gunnar standa frammi fyrir óþekktu og banvænu afli. Með aðalhlutverkin fara Valur Freyr Einarsson, Helgi Björnsson, Björn Thors, Hilmar Jónsson, Anna Gunndís Guðmundsdóttir og Hallur Ingólfsson.