Ný heimasíða Bókasafns Fjallabyggðar er komin í loftið og leysir af hólmi eldri síðu. Stefna hugbúnaðarhús á Akureyri sá um uppfærslu síðunnar.

Á síðunni verða reglulega settar inn fréttir úr starfinu og nýmæli er að nú geta viðskiptavinir safnsins sem og aðrir séð myndir af öllum nýjum bókum sem bókasafnið kaupir til útleigu.