Huang Nubo fær Grímstaði á Fjöllum á leigu til 40 ára samkvæmt samningi sem lagður verður fyrir ríkisstjórn á morgun. Sveitarfélög á Norður og austurlandi kaupa jörðina. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Atvinnuþróunarfélögin í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu hafa skilað útfærslu á því með hvaða hætti sveitarfélög á Norður- og Austurlandi geti eignast land á Grímsstöðum á Fjöllum, í því skyni að leigja það kínverska fjárfestinum Huang Nubo.

Í frétt RÚV kom fram að það sé lagt til að sveitarfélögin stofni hlutafélag sem kaupi ríflega 70 prósenta hlut jarðarinnar. Lagt er til að íslenskt félag Huang Nubos leigi landið til 40 ára og greiði leigufé fyrirfram. Kaup sveitarfélaganna á landinu verði þannig fjármögnuð með fyrirframgreiddri leigu. Ekki er gert ráð fyrir skuldsetningu sveitarfélaganna vegna þessa.

Heimild: mbl.is