Kjarnafæðimótið 2020 hefst næsta sunnudag, mótið er einnig kallað Norðurlandsmótið. Alls eru 18 lið skráð til leiks – og í fyrsta skipti verður kvennadeild í mótinu. Opnunarleikur Kjarnafæðimótsins 2020 fer fram á sunnudaginn næsta þegar Þór og KA2 eigast við í Boganum á Akureyri klukkan 13:15. Mótið í ár hefur aldrei verið stærra en alls taka átján lið þátt í mótinu í þremur deildum.

KDN, Knattspyrnudómarafélag Norðurlands, hefur um árabil annast umgjörð mótsins. Í ár eru þrettán lið skráð til keppni í karlaflokki, sjö í A deild karla og sex í B deild. Þá eru fimm kvennalið eru skráð til leiks í Kjarnafæðimótinu í ár.

Skipting liðanna niður í deildir er með þessum hætti:

A-deild karla: Dalvík/Reynir, KA, KA2, Leiknir F, Magni, Völsungur, Þór

B-deild karla: KA3, Huginn/Höttur, KF, Samherjar, Tindastóll, Þór2

A-deild kvenna: Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir, Hamrarnir, Tindastóll, Völsungur, Þór/KA