íþróttahúsið Sauðárkróki
Tilkynnt var um nokkur foktjón í gær og nótt á Norðurlandi vestra, en búast má við því að í birtingu komi meira í ljós. Rúða sprakk í íbúðarhúsi í grennd við Húnavelli, þak losnaði af útihúsum í Miðhópi, bekkir fuku í grennd við Hofsós og dúkur körfuboltavallarins við Árskóla fauk af. Björgunarsveitir voru í öllum tilvikum ræstar út til aðstoðar við borgarana.
Næststerkasta hviðan á láglendi var 58,1 m/s á Stafá, utarlega á Tröllaskaga. Á Sauðárkróksflugvelli mældist sterkasta hviðan 47 m/s.