Akureyrarbær efndi til íbúaþings í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 8. nóvember 2012 kl. 16.30-20.30 í þeim tilgangi að fá fram hugmyndir íbúa um framtíð samfélagsins til langs tíma og skapa þannig grunn að nýrri langtímaáætlun í anda Staðardagskrár 21. Akureyri var í hópi fyrstu sveitarfélaganna á Íslandi sem byggðu áætlanir sína á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Þessi hugmyndafræði gengur í aðalatriðum út á að skoða sérhvert mál í stóru samhengi út frá vistfræðilegum, samfélagslegum og efnahagslegum þáttum og reyna að sjá fyrir hvaða áhrif ákvarðanir í samtímanum hafa á hag komandi kynslóða, nær og fjær. Aðalmarkmiðið er að afkomendur okkar geti lifað góðu lífi – í Akureyrarbæ, á Íslandi og hvar sem er í heiminum.

Powered by WPeMatico