Mývatns Maraþon verður haldið 2. júní 2012 og er að venju hlaupið í kringum vatnið. Hlaupið í ár verður með sama fyrirkomulagi og síðustu þrjú ár þ.e. er ræst og endað við Jarðböðin.

Staðsetning og tími
Keppni í öllum vegalengdum fer fram á sama degi, laugardeginum 2. júní. Tímasetningar eru eftirfarandi:

 • 12:00 Maraþon hefst (mæting kl. 10)
 • 13:00 ½ maraþon hefst (mæting kl. 11)
 • 14:00 10 km hlaup hefst (mæting kl. 12)
 • 14:00 3 km hlaup hefst (mæting kl. 13)
 • 18:00 Verðlaunaafhending hefst

Mæting allar hlaupa við Jarðböðin 2 tímum fyrir hlaup, nema 3 km hlaup, 1 klst fyrir hlaup.

Brautin
Flatur hringur kringum Mývatn, sem er þekkt fyrir náttúrulega fegurð, yfirborð vegarins er malbikað.
Flokkaskipting

Maraþon

 • Konur og karlar 18-39 ára
 • Konur og karlar 40-49 ára
 • Konur og karlar 50-59 ára
 • Konur og karlar 60 ára og eldri

Hálfmaraþon

 • Konur og karlar 16-39 ára
 • Konur og karlar 40-49 ára
 • Konur og karlar 50-59 ára
 • Konur og karlar 60 ára og eldri

10 km

 • Konur og karlar 12-17 ára
 • Konur og karlar 18-39 ára
 • Konur og karlar 40-49 ára
 • Konur og karlar 50-59 ára
 • Konur og karlar 60 ára og eldri

3 km

 • Konur og karlar 15 ára og yngri
 • Konur og karlar 16 ára og eldri

Skráning og skráningargjöld

 • Maraþon 5.900 kr
 • Hálfmaraþon 4.900 kr
 • 10 km 3.900 kr
 • 3 km 2.000 kr fyrir 16 ára og eldri
 • 3 km 1.000 kr fyrir 15 ára og yngri

Forskráningu lýkur föstudagskvöldið 1. júní kl. 18:00.

Forskráning er á hlaup.is.

Sveitakeppni
Sveitakeppni í öllum vegalengdum nema 3 km. Sveitakeppnin er opinn flokkur og er hámark 5 í hverjum flokki en 3 bestu tímarnir gilda.

Verðlaun og annað
Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening, stuttermabol merktan hlaupinu, grillveislu og ókeypis í jarðböðin við Mývatn. Einnig verða veitt sérstök útdráttarverðlaun.

Upplýsingar
Upplýsingar í síma 464 4390. Tengiliður: Karl Ingólfsson, e-mail: info@visitmyvatn.is