KF vann frábæran sigur á KH á Ólafsfjarðarvelli um helgina í Íslandsmótinu í 3. deild. KF sigraði leikinn 5-1 og gerði Alexander Már Þorláksson fjögur mörk fyrir KF og Vitor Viera Thomas eitt mark.

Það var hart barist í leiknum og gaf dómarinn 6 gul spjöld, þar af tvö til KF. Guðný Ágústsdóttir tók þessar frábæru myndir á vellinum sem við fengum leyfi til að birta hér. – Vegleg umfjöllun um leikinn má finna hér á vefnum.