Laugardaginn 11. ágúst n.k. mun Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, vígja nýjan minnisvarða um Hrafna Flóka  sem nam land á milli Reykjarhóls og Flókadalsár í Fljótum. Minnisvarðinn stendur á mótum Siglufjarðarvegar og Flókadalsvegar vestari.

Það er hópur áhugamanna um uppbyggingu í Fljótum sem stendur að gerð minnisvarðans um þennan fræga landnámsmann sem gaf landinu nafnið Ísland. Helstu styrktaraðilar eru Alþingi Íslendinga, Menningarsjóður Norðurlands vestra, Menningar- og styrktarsjóður Norvikur og Kaupfélag Skagfirðinga. Auk þessara aðila hafa margir einstaklingar og fyrirtæki styrkt verkefnið með vinnuframlagi  og annarri greiðasemi.

Hönnuður minnisvarðans er Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson Athöfnin hefst kl. 14:30 og eru allir velkomnir.