Mikil aukning hefur verið flugfarþegum á flugvöllunum á Norðurlandi það sem af er ári. Í júní var aukningin 44% á Akureyrarflugvelli, 48% á Húsavíkurflugvelli, 39% á Þórshafnarflugvelli og 43% á Grímseyjarflugvelli, þ.e. miðað við árið í fyrra.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akureyrarflugvelli.