Nú er komið að sumardagskrá á Hólastað.   Messað verður kl 11 alla sunnudaga í sumar frá 10. júní.

Frá 1. júní til 10. september verður kirkjan opin daglega frá kl 10 -18.  Stuttar kvöldbænir eru alla daga nema sunnudaga kl 18-18:15, auk annarra helgistunda vegna sérstakra atburða sem auglýstar verða sérstaklega.

17. júní hefjast svo sumartónleikarnir sem verða kl 14 á sunnudögum. Það er harmónikkusnillingurinn Jón Þorsteinn Reynisson sem ríður á vaðið á þjóðhátíðardaginn.  Aðrir tónleikar verða einnig haldnir í tengslum við hátíðir sumarsins. Ókeypis aðgangur er að öllum tónleikunum.