Fyrstu vikurnar í janúar hafa fallið úr sex kennsludagar í Menntaskólanum á Tröllaskaga vegna ófærðar og veðurs. Nemendur hafa þó ekki látið þetta stoppa námið og hafa meðal annars nýtt sér bókasöfnin í heimabyggð til náms.  Kennsla fer mikið til yfir netið í dag og nýttu nemendur MTR tæknina þar sem íslenskukennarinn var veðurtepptur á Dalvík en nemendurnir höfðu góða aðstöðu í þetta skipti á Bókasafninu á Siglufirði.

Mynd: Bókasafn Fjallabyggðar.