Menningarráð Norðurlands vestra úthlutaði nýlega verkefnastyrkjum fyrir árið 2012. Háskólinn  á Hólum eða aðilar tengdir honum eru skrifaðir fyrir nokkrum þessara verkefna:

Guðbrandsstofnun – kr. 400.000 vegna Sumartónleika á Hólum 2012.
Sögusetur íslenska hestsins – kr. 250.000, m.a. til þátttöku í Íslenska hestatorginu á Landsmóti 2012.
Barokksmiðja Hólastiftis – kr. 250.000 til Barokkhátíðar á Hólum 2012.
Fornverkaskólinn – kr. 250.000 vegna alþjóðlegs torfhleðslunámskeiðs
Ferðaþjónustan á Hólum – kr. 100.000 í gönguferðirnar Í fótspor Guðmundar góða.