Háskólinn á Hólum óskar eftir að ráða mann í viðhald og aðstoð við rannsóknir í tilraunaeldisstöð skólans í Verinu á Sauðárkróki.
Viðkomandi mun starfa við fiskeldis og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum á Sauðárkróki að uppsetningu og framkvæmd rannsóknartilrauna, sem og viðhaldi tækjabúnaðar.
Um er að ræða fjölbreytt starf þar sem verkefnin felast m.a. í viðhaldi og þjónustu á eldiskerjum, uppsetningu og breytingum á vatnslögnum, rekstri og viðhaldi á dælum og rafbúnaði auk tilfallandi viðhalds og smíðaverkefna. Viðkomandi mun einnig taka þátt í daglegum störfum við umhirðu tilraunadýra og tilrauna, auk samskipta við birgja og þjónustuaðila stofnunarinnar.
Hæfniskröfur
- Iðnmenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af umhirðu og umgengni við lifandi dýr
- Aðlögunarhæfni og sveigjanleiki
- Hæfni í mannlegum samskiptum, geta til að vinna í hóp og þjónustulund
- Almenn tölvukunnátta
- Aukin ökuréttindi eru kostur
Um er að ræða 100% stöðu. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir: Arnþór Gústavsson, addi@holar.is, 455-6385 eða Bjarni K. Kristjánsson, bjakk@holar.is. Umsóknarfrestur er til og með 14. janúar 2013.
Umsóknir sendist til Sigurbjargar B. Ólafsdóttur mannauðsstjóra, Háskólanum á Hólum, 551 Sauðárkróki, eða á netfangið sigurbjorg@holar.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.