Lottóvinningshafinn sem vann 73 milljónir um síðustu helgi hefur ekki enn gefið sig fram. Miðinn var keyptur í Leirunesti á Akureyri fyrir síðustu helgi og var greitt fyrir hann með reiðufé. „Við bíðum bara spennt eftir að vinningshafinn gefi sig fram. Það getur tekið fólk allt að þrjá daga að jafna sig af svona tíðindum en þetta er orðið óvenju langur tími,“ sagði starfsmaður hjá Íslenskri getspá við vefmiðillinn Vikudag.is.
Starfsfólk Íslenskrar getspáar hvetja alla til þess að fara vel yfir miðana sína sem keyptu miða í Leirunesti fyrir sl. helgi, greidda með reiðufé. Vinningstölurnar voru 14, 17, 21, 28, 33 og bónustalan var 1.