Mánudaginn 16. september næstkomandi undirritar Akureyrarbær Loftslagsyfirlýsingu Festu og Akureyrarbæjar og býður fyrirtækjum og stofnunum í bænum að gera slíkt hið sama. Undirritunin fer fram í Lystigarðinum við Café Laut kl. 15:00.
Fyrirtæki sem hafa nú þegar staðfest þátttöku sína eru Hafnarsamlag Norðurlands, ProMat, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Mjólkursamsalan, Vaðlaheiðargöng, Ekill/Ekja, Toyota á Akureyri, Vistorka, Orkusetrið, HGH verk, Icevape, Norðlenska, Menningarfélag Akureyrar, Zenon, Háskólinn á Akureyri, N4, Enor, Markaðsstofa Norðurlands og Sjúkrahúsið Á Akureyri.