Nú styttist í að ljósmyndavefur Skagafjarðar opni en miðvikudagskvöldið 2. maí kl. 20:00 verður opnunarhátíð í Bóknámshúsi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Á vefnum verða í upphafi um 9000 ljósmyndir frá Héraðsskjalasafni Skagfirðinga gerðar aðgengilegar, en þeim mun síðan fjölga smátt og smátt.
Allir eru velkomnir á opnunarhátíð vefsins en þar munu meðal annars verða fjallað um gamlar myndir frá ýmsum hliðum.