LJÓSMYNDASAMKEPPNI:
Áhugasamir ljósmyndarar geta skráð sig til þátttöku í ljósmyndasamkeppni um bestu fuglamyndina tekna á Tröllaskaganum, Hrísey, Grímsey, Drangey eða Málmey á tímabilinu 14. maí til 31. ágúst, 2012. Auk ýmissa veglegra verðlauna, verður besta myndin verðlaunuð með 1.000.000 króna í reiðufé. Hægt er að skrá sig hjá Brimnes hóteli og Rauðku í Fjallabyggð (Senda má tölvupósta á hotel@brimnes.is og/eða raudka@raudka.is)
TILGANGUR:
Að kynna Tröllaskagann og nærliggjandi eyjar, Hrísey, Grímsey, Málmey og Drangey fyrir náttúruunnendum og stuðla að aukinni fuglaskoðun og fuglaljósmyndun á svæðinu.
SKILMÁLAR:
Ljósmynd af lifandi fugli, tekin annaðhvort á Tröllaskaganum, í Hrísey, Grímsey, Drangey eða Málmey á tímabilinu 14. maí 2012 til 31. ágúst 2012.
Sjá nánar á www.fuglfyrirmilljon.com