Björn Valdimarsson hefur gefið út bókina Fólkið á Sigló en í henni eru 128 ljósmyndir. Hann afgreiðir pantanir á Súkkulaðikaffihúsi Fríðu á Siglufirði laugardaginn 25. mars milli klukkan 16-18.  Ljósmyndabókin er í stærðinni 25×20 cm. Myndirnar tók hann á árunum 2011 til 2017.  Björn hefur einnig gefið út bókina Minnisvarðar á þessu ári.  Hann heldur úti vefsvæði þar sem sjá má ljósmyndir eftir hann.