Það verður stemning á veitingahúsinu Torginu á Siglufirði um Páskana. Veitingastaðurinn býður upp á fjölbreyttan matseðil, m.a. ferskan fisk, steikur, salöt, hamborgara og pizzur. Hægt er að skoða matseðlana á netinu á heimasíðu staðarins. Einnig er sérstakur barnamatseðill í boði fyrir yngri kynslóðina.
Föstudaginn langa mæta strákarnir í dúettnum Einn plús 1 og halda uppi stemningu fram á nótt.
Laugardagskvöldið 20. april mætir Eva Karlotta og spilar eins og henni einni er lagið.
Á Páskadag er einnig opið til kl. 01:00.
Báðir viðburðir hefjast um kl. 23:00 og er frítt inn.