Sundlaugar í Fjallabyggð verða framvegis með lengdan opnunartíma á þriðjudögum og fimmtudögum. Þessa daga verður opið til klukkan 20:30 á Siglufirði og til 20:00 í Ólafsfirði. Breytingin tekur gildi þriðjudaginn 15. október næstkomandi.

Opnunartíminn verður lengdur til reynslu þar til annað verður ákveðið.

Sundlaugin í Ólafsfirði. Ljósmynd: Héðinsfjörður.is/ Magnús Rúnar Magnússon