Æfingar eru hafnar hjá Leikfélagi Sauðárkróks á barnaleikritinu Fíasól eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og í leikgerð hennar og Vigdísar Jakobsdóttur.
Um leikstjórn sjá heimafólkið Guðný H. Axelsdóttir og Páll Friðriksson.
Fíasól var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 2010 og fjallar um 8 ára stelpuna Fíasól og vin hennar Ingólf Gauk sem taka upp á ýmsu á meðan mamma er lasin og pabbi er í vinnunni.