Leikfélag Fjallabyggðar frumsýnir gamanleikinn Bót & betrun í menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði, föstudaginn 5. apríl kl. 20:00. Leikstjóri er María Sigurðardóttir og er miðaverð 3500 kr. og 2500 fyrir aldraða og öryrkja. Tíu leikarar taka þátt í sýningunni. Bót og betrun er gamanleikur eins og þeir gerast bestir, hefðbundinn farsi með misskilningi, flækjum og pínlegum aðstæðum af öllu tagi eins og efnið ber með sér. Verkið á erindi við alla sem vilja upplifa gleði og glaum og gera vel við hláturtaugarnar.
Verkið fjallar um Eric Swan sem grípur til þess ráðs að svíkja fé út úr félagsmálakerfinu, eftir að hann missir vinnuna. Svindlið fer hins vegar úr böndunum og þá hyggst okkar maður gera bót og betrun en kemst að því að það er oft erfiðara að losna af bótum en að komast á þær. Hann er fastur í eigin lygavef, fulltrúar Félagsmálastofnunar sækja að honum úr öllum áttum, eiginkonan er full grunsemda og vandinn vex með hverri viðleitni hans til að snúa við blaðinu.
Persónur og leikendur
Eric Swan | Friðrik Birgisson | |
Linda Swan | Berglind Hrönn Hlynsdóttir | |
Norman McDonald | Örn Elí Gunnlaugsson | |
Hr. Jenkins | Guðlaugur Magnús Ingason | |
George Swan | Gunnar Ásgrímsson | |
Sally Chessington | Harpa Hlín Jónsdóttir | |
Dr. Chapman | Andri Hrannar Einarsson | |
Frú Forbright | Hafdís Ósk Kristjánsdóttir | |
Frk. Cowper | María Bjarney Leifsdóttir | |
Brenda Dixon | Guðrún Elísabet Guðmundsdóttir |
Önnur sýning verður þriðjudaginn 9. apríl kl. 20:00.