Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands hefur komist að þeirri niðurstöðu að leggja af sjúkrabílavakt í Ólafsfirði en að sjúkrabíllinn verður áfram staðsettur þar og verður tiltækur ef aðstæður krefjast.   Stefnt er að því að mynda hóp vettvangsliða í samstarfi við slökkvilið og/eða björgunarsveit til að sinna fyrsta viðbragði áður en sjúkrabíll kæmi frá Siglufirði eða í undantekningartilfellum frá Dalvík.

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur mótmælt harðlega ákvörðun Framkvæmdarstjórnar Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og hefur hvatt þá til að endurskoða ákvörðun sína.