23. janúar s.l. var verið að landa úr Klakk SK-5 96 tonnum af þorski og 20 tonnum af ýsu ásamt smávegis af öðrum tegundum. Í síðustu viku landaði Klakkur 88 tonnum af þorski 7 tonnum af ýsu og smáslöttum af öðrum tegundum. Frystiskipin eru svo væntanleg upp úr næstu helgi.
Í byrjun árs var flutningaskipið Svanur hér með 67 tonn af salti og var það til matvælaframleiðslu.
22. janúar var tankskipið Stella Orion með 400 tonn af bitumen fyrir Vegagerðina.