Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki auglýsir laust til umsóknar starf heilsugæslulæknis við stofnunina.

Staðan er laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða 100% stöðu auk vakta á heilsugæslu.  Ráðning til skemmri tíma kemur einnig til greina.

Starfskjör fara eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands.

Leitað er að læknum með víðtæka almenna reynslu. Sérfræðimenntun í heimilislækningum er æskileg. Áhersla er lögð á hæfileika á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða.

Nánari upplýsingar veitir Örn Ragnarsson, yfirlæknir heilsugæslu, netfang orn@hskrokur.is sími 455-4000, gsm 847-5681 eða Hafsteinn Sæmundsson, forstjóri, sími 455-4000, gsm 895-6840.

Umsókn með upplýsingum um menntun og starfsreynslu sendist Hafsteini Sæmundssyni, forstjóra, fyrir 15. maí 2012, netfang hafsteinn@hskrokur.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Í Skagafirði búa um 4.300 manns og býður héraðið upp á fjölbreytta möguleika til búsetu. Atvinnulíf er fjölbreytt og mannlíf gott. Nálægð við fallega náttúru, góðir skólar á öllum skólastigum, góð íþróttaaðstaða og útivistarsvæði, ódýr hitaveita, fjölbreytt þjónusta og kröftugt menningarlíf gerir búsetu í Skagafirði eftirsóknarverða.