Tilboð í ræstingu á Ráðhúsi Fjallabyggðar á Siglufirði voru opnuð 29. apríl síðastliðinn. Alls bárust þrjú tilboð en kostnaðaráætlun var 13.973.271 kr. Minný ehf. var lægstbjóðandi og hefur bæjarráð Fjallabyggðar samþykkt að taka tilboði lægstbjóðenda.
Eftirfarandi tilboð bárust :
Guðrún Brynjólfsdóttir kr. 16.385.544.-
Minný ehf kr. 14.313.982.-
Kostnaðaráætlun kr.13.973.271.- án sumarþrifa.