30 ára afmælismót GHD var haldið sunnudaginn 21. júlí á Arnarholtsvelli í Dalvíkurbyggð. Frábær þátttaka var í mótinu og tóku 47 kylfingar þátt.  Kylfingar frá klúbbum eins og GFB, GKS, GA, GH, GHG, GG og GR tóku þátt í mótinu. Keppt var í punktakeppni í karla og kvennaflokki og öldungaflokkum karla og kvenna. Kylfingar frá Golfklúbbi Fjallabyggðar áttu góðan dag og voru í verðlaunasætum á þessu móti.

Úrslit

Konur
1. Brynja Sigurðardóttir GFB
2. Indíana Auður Ólafsdóttir GHD
3. Sigríður Guðmundsdóttir GFB

Karlar
1. Konráð Þór Sigurðsson GFB
2. Andri Geir Viðarsson GHD
3. Gestur Valdimar Hólm Freysson GA

Konur 65+
1. Hlín Torfadóttir GHD
2. Gígja Kristín Kristbjörnsdóttir GHD
3. Kristín Magnúsdóttir GH

Karlar 70+
1. Dónald Jóhannesson GHD
2. Björn Kjartansson GFB

Besta skor 
Sigurður Hreinsson

Næst holu
1. braut Sigríður Guðmundsdóttir 113 cm, GFB
3. braut Þorsteinn Jóhannsson 144 cm, GKS
7. braut Dagný Finnsdóttir 97 cm, GFB

Myndir: GHD