Fyrsta kvöldstund sumarsins verður í hlýlegri Bjarnastofu Þjóðlagasetursins á Siglufirði, laugardaginn 29. júní kl. 20:30.  Sérstakur gestur er hin góðkunna mezzó-sópran söngkona Sigríður Ósk Kristjánsdóttir. Hún mun ásamt Eyjólfi Eyjólfssyni tenór og Ave Kara Sillaots harmóníumleikara flytja þjóðlög úr safni sr. Bjarna Þorsteinssonar, forna Gyðingasöngva og einnig innlend og erlend sönglög og dúetta.

Aðgangur ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum.